Fíllinn Albert og aðstoðarmaður jólasveinsins

logo fhg

Næstu þrjá laugar- og sunnudaga kl. 14 (fram að Þorláksmessu) verður boðið upp á leiksýningu fyrir gesti garðsins í skálanum við kaffihúsið en einnig er hægt að panta hana virka daga eftir samkomulagi, sérstaklega fyrir hópa.  Leiksýningin fjallar um aðstoðarmann jólasveinsins þar sem fíllinn Albert kemur meðal annarra dýra við sögu.   Kostnaður fyrir hópa vegna aukasýninga er 85.000 krónur og er aðgangseyrir innifalinn.  Guðmundur í kaffihúsinu tekur við bókunum á leiksýningar fyrir hópa í síma 411-5914.