Sunnudagurinn 26. apríl

12 hafrar og 1 huðna

Geitburði er lokið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og alls komu 13 kiðlingar í heiminn undan 9 huðnum.  Hafurinn Djákni er faðir allra kiðlinganna og virðist lítið kippa sér upp við nýorðið ríkidæmi sitt og lætur huðnunum eftir uppeldið.  Fram að geitburði var aðeins einn hafur í fjárhúsinu í garðinum en nú er þar karlpeningurinn í meirihluta þar sem í kiðlingahópnum eru 12 hafrar en aðeins ein huðna. 

Kiðlingarnir og huðnurnar fengu nýlega heimsókn frá fróðleiksfúsum nemendum í leikskólunum Heiðarborg og Rauðhól.  Ekki var annað að sjá en að bæði krakkarnir og kiðlingarnir hefðu mikið gaman af samverunni.   

Nú þegar geitburði er lokið tekur við bið eftir sauðburði en búast má við að hann hefjist í byrjun maí.  

Skráning á sumarnámskeið FHG hefst 27.apríl.

Dýranámskeið fyrir 10-12 ára

Námskeiðið stendur 10–12 ára krökkum (f. 2003–2005) til boða í sumar. Á námskeiðinu vinna krakkarnir með dýr garðsins og námskeiðið því upplagt fyrir krakka sem áhuga hafa á dýrum almennt. Þá er einnig farið í skemmtilega umhverfisfræðslu, gerðar eru vísindatilraunir og undirstöðuatriði tálgunar kynnt fyrir krökkunum.

Hvern dag gefst krökkunum tækifæri á að kíkja inn fyrir girðinguna hjá einhverri dýrategund og komast þá í mikið návígi við dýrin og getur það verið mjög spennandi. Námskeiðið er fimm virkir dagar og hefst kl. 10.00 og lýkur um kl. 15.00 en þá tekur við frjáls tími innan garðsins til kl. 18.00 ef vilji er fyrir hendi. Á lokadegi námskeiðsins er gert ráð fyrir frjálsum tíma þar sem allir þátttakendur fá passa í leiktæki Fjölskyldugarðsins. Það komast 22 krakkar að í hverri viku en þeim verður svo skipt í tvo hópa.

Frá 27.apríl 2015 verður hægt að skrá í Rafrænni Reykjavík eða í gegnum hlekk á síðunni www.fristund.is.  Athugið að foreldrar / forráðamenn þurfa að hafa aðgang að Rafrænni Reykjavík.  Sé aðgangur ekki til staðar má sækja um hann í þjónustuveri Reykjavíkurborgar.  Íbúar utan Reykjavíkur geta einnig sótt um aðgang. 

Námskeið       Tímabil
1. námskeið:    8. til 12.  júní
2. námskeið:    15. til 19. Júní (4 daga námskeið) 
3. námskeið:    22. til 26. júní
4. námskeið:    29. júní til 3. júlí
5.námskeið:     6. til 10. júlí
6.námskeið:     13. til 17. júlí
7.námskeið:     20. til 24. júlí
8.námskeið:     27. til 31.júlí 
9.námskeið:     4. til 7. ágúst (4 daga námskeið)
10.námskeið:   10. til 14. ágúst

SKRÁNING
Skráning á sumarnámskeið Fjölskyldu- og húsdýragarðsins er í gegnum Rafræna Reykjavík www.reykjavik.is.  Þátttökugjald er 22.900 kr. og veittur er 20% systkinaafsláttur.  Þátttökugjald fyrir 4 daga námskeið er 18.600 krónur. 

Innifalið í þátttökugjaldi er heitur matur í hádeginu, síðdegishressing, skemmtileg og lifandi fræðsla þar sem dýr garðsins koma mikið við sögu og dvöl í garðinum allan daginn auk dagpassa í leiktækin síðasta daginn.  

Tjaldið lokað

Tjaldið sem hýsir Vísindaveröldina og sjávardýrasafnið hefur verið lokað undanfarið og verður eitthvað áfram.   Ástæðan er bilun í sjólögn auk þess sem veðurfar að undanförnu hefur leikið tjaldið og búnað þess grátt.  

Um helgina

Opið frá kl. 10-17 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 16:30. Leiktæki eru almennt lokuð en opið verður í hringekju og lest eftir því sem veður og færð leyfir um helgar.   

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er komin í vetrargírinn og flest leiktæki eru því lokuð. Um helgar er þó hægt að fara á hestbak (kostar 1 miða) frá kl. 14 til 14:30 og í hringekju (kostar 1 miða) og lest (kostar 1 miða) meðan veður og færð leyfir.

Skemmtimiðar 
1 miði 300 kr
10 miðar 2.400 kr
20 miðar 4.500 kr

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 600 kr
13 ára og eldri - 800kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.300 kr
Fjölskylduárskort - 18.100 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Opnunartími Kaffihúss

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30