Mánudagurinn 3. ágúst

Tónleikar sunnudaginn 2.ágúst

 

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni verður efnt til glæsilegrar tónlistarveislu í garðinum kl. 14:30 n.k. sunnudag 2. ágúst þar sem fram kemur fjöldi vinsælla tónlistarmanna og skemmtikrafta.

Þeir sem fram koma eru AmabaDama, Glowie, Dísa og Jack Magnet Quintet. Glowie á sem kunnugt er vinsælasta lag landsins um þessar mundir, No more sem trónað hefur á toppi vinsældalista um nokkra hríð. AmabaDama og JFM hafa leitt saman hesta sína að undanförnu með góðum árangri en Salka Sól söngkona Amabadama var sem kunnugt er valin Söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu. 

Dísa, sem búsett er í Danmörku kemur nú fram á Íslandi í fyrsta sinn síðan á Airwaves 2014.

Aðsókn á tónleika í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um Verslumarmannahelgina hefur á undanförnum árum verið mjög mikil, því þrátt fyrir að margir séu á faraldsfæti eru þó enn fleiri í Reykjavík þessa helgi.  

Venjulegur aðgangseyrir gildir á tónleikadag en það er ókeypis fyrir 0-4 ára, 600 krónur fyrir 5-12 ára, 800 krónur fyrir 13 ára og eldri og ókeypis fyrir ellilífeyrisþega , öryrkja og handhafa árskorta. 

Atlantsolía býður dælulykilshöfum sínum tveir fyrir einn af aðgangseyri og 50 % afslátt af dagpössum - athugið að afslátturinn gildir ekki fyrir staka skemmtimiða einungis dagpassa.  Tilboð Atlantsolíu gildir alla verslunarmannahelgina (laugar-, sunnu- og mánudag).  

Garðurinn er opinn frá kl. 10 til 18 og fjölskyldan getur öll fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði í fjölbreytilegri tónlist og annarri upplifun í íslenskri veðurblíðu á þeim skjólsæla og gróðursæla stað sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal er .

Tonleikarvefur2

 

Afmælisveisla 18.júlí

Það verður húllumhæ í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum laugardaginn 18.júlí þegar söngfuglarnir í Söngvaborg fagna 15 ára afmæli sínu auk þess sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fagnar 25 ára afmæli.  Af því tilefni sendir Bylgjan beint út frá garðinum frá kl. 12:20 til 16:00.  Emmess ís ætlar að gefa gestum ís, Ölgerðin og "Joe and the Juice" gefa gestum svalandi drykki og Ali ætlar að grilla góðgæti ofan í mannskapinn.  

Skemmtidagskrá á sviði í Fjölskyldugarðinum hefst kl. 14:00

Söngvaborg, Sigga Beinteins, María Björk, Masi, Lóa ókurteisa, Subbi sjóræningi og Georg munu skemmta gestum ásamt Öldu Dís, BMX, Jón Arnór úr Iceland got Talent og ungum efnilegum söngvurum.

Þá verða leiktæki opin og dýrin í góðum gír og þeim gefið samkvæmt dagskrá.   

Veittur verður 40% afsláttur af dagpössum og aðgangseyri þann 18. júlí nk. 

Sjáumst í afmælisgírnum þann 18.júlí.  

Í sól og sumaryl

Veðrið hefur leikið við menn og dýr á höfuðborgarsvæðinu og hafa íbúar og gestir Laugardals ekki farið varhluta af því.

Nautgripirnir kúrðu sig í grasið og fengu sér tuggu meðan hugrakkir krakkar fóru efst upp í útsýnisturninn Skyggni, tóku lauflétt sporið í Dansleiknum eða kríluðu í Naglfari.

               

Sumar, vetur, vor og haust garðurinn iðar að lífi endalaust

Markmið með byggingu garðsins hefur frá upphafi verið að kynna gestum íslensku húsdýrin, færa þá nær íslenskum búskaparháttum og efla tengsl milli manna og dýra. Fræðsludeild er starfrækt í garðinum og komu um 11 þúsund börn á leik og grunnskólaaldri í skipulagða fræðslu á vegum garðsins síðastliðið skólaár í 10 mismunandi námskeiðum. Óhætt er að segja að hér sé allt iðandi af fjölbreyttu lífi allt árið um kring.

Vinna með heimsóknina og upplifun barnanna er auðvitað mjög mismundandi. Börnin á Tröllabjargi í leikskólanum Hömrum sendu þessar flottu myndir sem þau teiknuðu eftir eina af heimsóknum sínum. Myndirnar eru nú til sýnis í kaffihúsinu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og verða út sumarið.  

                                                                                                                               

 

Gola er köstuð

Hryssan Gola sem er ein af hrossum garðsins kastaði í morgunn myndarlegu hestfolaldi.  Folaldið sem er undan Golu og Hákoni frá Ragnheiðarstöðum er jarpstjörnótt með leista og braggast vel.  Meðgöngutími hryssa er 11 mánuðir en mestan part meðgöngunnar var hún í leyfi frá störfum í garðinum ef svo má að orði komast.  Þá dvaldi hún austur í Landeyjum en kom nýlega aftur í garðinn þar sem hún kastaði í morgunsárið.  Myndir segja meira en þúsund orð og má sjá myndir af þeim mæðginum hér að neðan.  

 

 

 

 

 

Vinsamlegast ATH - Please note

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er ekki leyfð innan garðsins.

Lásar eru ekki seldir í garðinum og engin geymsluaðstaða fyrir hlaupahjól og annað.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

No locks are sold in the park and there is no storage space for scooters.

Skemmtimiðar

Garðurinn er kominn í sumargírinn og flest leiktæki eru opin. Sumardagskrá hefst 1. júní og endar 23. ágúst.

Skemmtimiðar 
1 miði 300 kr
10 miðar 2.400 kr
20 miðar 4.500 kr
Tækjapassi 2.080 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði tækjapassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 600 kr
13 ára og eldri - 800kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri
ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.300 kr
Fjölskylduárskort - 18.100 kr
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.300 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (24.08 til 31.05)

Sumar:10-18 (01.06 til 23.08) 

Opnunartími Kaffihúss sumar:

Virkir dagar: 10-17:30

Helgar: 10-17:30