Laugardagurinn 20. september

íslenskt hunang og sultur um helgina

Uppskeruhátíð býflugnabænda verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins laugardaginn 6. september milli kl 14.00 og 16.00.  Býflugnabændur kynna býflugnarækt og koma með sýnishorn af uppskeru sumarsins.  Þeir munu gefa gestum að smakka eigin framleiðslu af hunangi sem verður slengt beint úr búinu á staðnum.  Einnig verður takmarkað magn af íslensku hunangi til sölu.  Þá verður ýmis búnaður tengdur býflugnarækt sýndur.

Kvenfélag Grímsneshrepps verður með sultukynningu á sama tíma.  Berjaspretta hefur verið misgóð eftir landshlutum þetta árið en vonandi að allir hafi fengið sitt og húsmæður og –feður geta því leitað upplýsinga í raðir félaga í Kvenfélaginu til að nýta berin.  Húsfreyjan tímarit Kvenfélagasambands Íslands mun liggja frammi. 

Þá er þetta síðasta helgin sem öll leiktækin eru opin í ár.  Vetraropnunartími hefur tekið gildi og verður opið alla daga kl: 10-17 í allan vetur. Tilboð verður á dagössum helgina 6. og 7. september, 1000 krónur stykkið í stað 2000 króna. 

byflugur

Skrítla gotin

Gyltan Skrítla gaut miðvikudagskvöldið 27.ágúst sl. Íbúafjöldi svínastíunnar fór því úr 2 svínum í 9 á örskotsstundu en auk Skrítlu býr faðirinn, gölturinn Darri í garðinum.  Grísirnir sjö eru litfagrir og sprækir en þeim er hleypt reglulega til gyltunnar til að fá sér að drekka milli þess sem þeir fá sér lúr í mjúku heyi undir hitaperu.  Fyrstu dagana þykir vissara að hafa vit fyrir þeim og gyltunni og eru þeir því hafðir bakvið skilrúm í svínastíunni og þannig komið í veg fyrir að gyltan leggist óvart á grísina sína.  Meðgöngutími gylta er 3 mánuðir, 3 vikur og 3 dagar eða 114-116 dagar.  Frekari fjölgunar er von í fjósinu þar sem svínastían er til húsa því kýrin Rut á tal (á að bera) á laugardaginn 30. ágúst.  Það verður því seint sagt að lognmolla sé í Húsdýragarðinum.

Fylgist með okkur á Facebook síðu garðsins þar sem Sella dýrahirðir setur inn myndir af dýrunum og lífinu í garðinum á hverjum degi.  https://www.facebook.com/husdyragardurinn 

 Skritla_gotin.jpg

Vetrargír.

Nú hefur verið skipt um gír í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og leiktækin óðum að komast í vetrardvala.  Þau eru nú lokuð á virkum dögum nema þau tæki sem ekki þarf mönnun við (Naglfar, vaðleikjasvæðið og kastalarnir).  Næstu tvær helgar (31. og 31. ágúst og 6. og 7. september) verða þó öll leiktæki opin.  Opnunartíminn hefur einnig verið styttur og nú er opið alla daga frá kl. 10 til 17 og opið frá 10 til 16:30 í Kaffihúsi garðsins. 

Húsdýragarðshlutinn er þó enn keyrður af sama afli og á sumrin og nú tekur við annasamur tími þar. Grunnskólar eru að hefjast að nýju og vetrarstarf leikskóla fer af stað og því má búast við fullum garði af fróðleikþyrstum nemendum og öðrum gestum sem vilja kynnast dýrunum okkar betur.  Þessu tengt má nefna að fræðsludeild garðsins sló met á síðasta skólaári.  Þá komu rétt tæplega 10 þúsund nemendur á öllum aldri í fróðleiksleit í garðinn og sóttu þar skipulagt fræðslustarf.  

Um helgina

Opið frá kl. 10-17 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 16:30. Leiktæki eru almennt lokuð en opið verður í hringekju og lest eftir því sem veður og færð leyfir um helgar.   

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er komin í vetrargírinn og flest leiktæki eru því lokuð. Um helgar er þó hægt að fara á hestbak (kostar 1 miða) frá kl. 14 til 14:30 og í hringekju (kostar 1 miða) og lest (kostar 1 miða) meðan veður og færð leyfir.

Skemmtimiðar 
1 miði 270 kr
10 miðar 2.300 kr
20 miðar 4.300 kr

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 550 kr
13 ára og eldri - 750 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.000 kr
Fjölskylduárskort - 17.500 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Opnunartími Kaffihúss

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30