Sunnudagurinn 1. maí

Dýranámskeið sumarið 2016 - fullbókuð

Dýranámskeið fyrir 10-12 ára

Sumarið 2016 - fullt er orðið á öll námskeið og biðlista 

DÝRANÁMSKEIÐ Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM

Námskeiðið stendur 10–12 ára krökkum (f. 2004–2006) til boða í sumar en þó með örlítið breyttu sniði miðað við undanfarin ár og helsta breytingin er að námskeiðið er frá kl. 9 til 12 í stað 10 til 15 áður og ekki er matur innifalinn.  Á námskeiðinu vinna krakkarnir með dýr garðsins og námskeiðið því upplagt fyrir krakka sem áhuga hafa á dýrum almennt. Þau taka þátt í verkum í fjárhúsi, hesthúsi, svínastíu og meðal villtu dýranna.  Auk þess eru framandi dýr heimsótt. 

Hvern dag gefst krökkunum tækifæri á að kíkja inn fyrir girðinguna hjá einhverri dýrategund og komast þá í mikið návígi við dýrin og getur það verið mjög spennandi. Námskeiðið er fimm virkir dagar og hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 12.00.  Eftir að námskeiði lýkur geta þátttakendur dvalið í garðinum þar til honum er lokað kl. 18:00. Á lokadegi námskeiðsins fá þátttakendur dagpassa í leiktæki Fjölskyldugarðsins. Það komast 10 krakkar að í hverri viku. 

Skráning fer fram í gegnum vefinn www.fristund.is en til að geta skráð þurfa forráðamenn (þeir sem skrá) að hafa íslykil eða rafræn skilríki og kennitölur þátttakenda og forráðamanna á hreinu.  Skráning hefst kl. 8:20 mánudaginn 25.apríl.  Undanfarin ár hafa námskeiðin verið gríðar vinsæl og fyllst fljótt. 

Námskeið       Tímabil
1. námskeið:    13. til 16.  júní (4 daga námskeið)  - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
2. námskeið:    20. til 24. júní - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
3. námskeið:    27.júní til 1.júlí  - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
4. námskeið:    4. til 8. júlí - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista 
5.námskeið:     11. til 15.júlí  - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista 
6.námskeið:     18. til 22. júlí - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
7.námskeið:     25. til 29. júlí - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
8.námskeið:     2. til 5.ágúst  (4 daga námskeið) - fullt, ekki hægt að skrá á biðlista
9.námskeið:     8. til 12. ágúst- fullt, ekki hægt að skrá á biðlista

SKRÁNING
Þátttökugjald er 17.500 krónur og veittur er 20% systkinaafsláttur.  Þátttökugjald fyrir 4 daga námskeið er 14.000 krónur. 

Innifalið í þátttökugjaldi er skemmtileg og lifandi fræðsla þar sem dýr garðsins koma mikið við sögu og dvöl í garðinum allan daginn auk dagpassa í leiktækin síðasta daginn.  

Rúningur sunnudaginn 20.mars

Guðmundur Hallgrímsson mætir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á sunnudaginn (20.mars) til að rýja sauðfé garðsins.  Þegar rúið er á þessum tíma árs er snoðið tekið en það er reyfið kallað þegar það er ekki fullvaxið. Rúningur hefst klukkan 13 og búast má við að allt sauðfé sé rúið klukkan 16. Með Guðmundi í för verða snillingar frá Ullarselinu á Hvanneyri sem munu spinna úr ullinni jafnóðum. Áhugasömum gefst kostur á að taka ilmandi ullarband með sér heim til að njóta.  

Opið verður alla helgina, alla Dymbilvikuna og alla páskana frá klukkan 10 til 17.  

Árskortshafar athugið.

Árskortshafar undanfarinna ára eru farnir að kannast vel við svokallaðra vinamorgna hjá okkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Fyrir áramót kynntum við nýtt fyrirkomulag sem við munum bjóða upp á aftur enda tókst vel til. Í staðinn fyrir að bjóða upp á skítmokstur og almenn þrif í útihúsunum viljum við bjóða árskortshöfum að bjóða fram krafta sína við morgungjafir laugardaga og sunnudaga næstu helgar (til og með 3.apríl). Hafist er handa við að gefa hreindýrunum kl. 10:45, síðan selunum kl. 11:00 og að endingu refum og minkum kl. 11:30. Inn á milli munu dýrahirðar kynna ykkur fyrir öðrum íbúum garðsins. Ekki þarf að panta fyrirfram , aðeins að bjóða fram kraftana við dýrahirði á vakt sem tekur þennan rúnt ásamt aðstoðardýrahirðum alla morgna um helgar.

Assan að vestan

Assan unga sem kom í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn fljótlega eftir áramót hefur nú verið sleppt á sínar heimaslóðir.  Starfsfólk FHG vonar innilega að hún spjari sig en hún var orðin hress þegar hún yfirgaf höfuðborgina.  

Assa að vestan í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Í dag 28. janúar kom í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn örn til aðhlynningar. Samkvæmt Náttúrustofu Vesturlands sáu ferðamenn ungan haförn í útjaðri Berserkjahrauns sem átti erfitt með flug þriðjudaginn 26.janúar. Hildibrandur Bjarnason  bóndi og synir hans í Bjarnarhöfn fréttu af fuglinum og létu vita. Eftir stuttan eltingarleik náðu Róbert Arnar Stefánsson starfsmaður Náttúrustofu Vesturlands, Hildibrandur Bjarnason, synir hans ásamt fleirum að handsama örninn miðvikudaginn 27.janúar. Við fyrstu skoðun kom í ljós að um ungan kvenfugl er að ræða það er að segja össu sem var merkt sumarið 2015 í hreiðri. Í fyrstu var talið að assan unga væri vængbrotin en nú hefur komið í ljós að af einhverjum óútskýrðum ástæðum hefur hún misst handflugfjaðrir af hægri væng sem gerir það að verkum að hún er illa fleyg og á erfitt með að bjarga sér. Engu að síður er hún í góðum holdum og standa vonir til að hún jafni sig á nokkrum vikum og hægt verði að sleppa henni á ný.Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands mun hafa yfirumsjón með að ákveða hvenær össunni verður sleppt en þar til gefst gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins tækifæri til að berja fuglinn augum. Margir gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins þekkja Styrmishöll sem er inni á hreindýrastykkinu en sú aðstaða var einmitt reist undir storkinn Styrmi með stuðningi Umhverfisráðuneytis Íslands. Síðan þetta var hefur all nokkrum fuglum verið komið til heilsu á ný í þessari aðstöðu mest ránfuglar á borð við fálka, smyrla, uglur og auðvitað haferni í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands.

Starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins óskar þess að dýrinu sem og öllum öðrum dýrum sé sýnd fylgsta tillitsemi og að sem flestir hafi tök á að nota þetta einstaka tækifæri til að koma og skoða konung fuglanna.

assa

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 310 kr
10 miðar 2.500 kr
20 miðar 4.650 kr
Dagpassi 2.150 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 620 kr
13 ára og eldri - 840 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri
ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.600 kr
Fjölskylduárskort - 18.800 kr
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.600 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)
 

Opnunartími

Opið alla daga frá klukkan 10-17. 

Opnunartími Kaffihúss

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30