Sunnudagurinn 29. mars

Rúningur laugardaginn 21.mars

Guðmundur Hallgrímsson er nafn sem fastagestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins ættu að vera farnir að þekkja.  Hann kemur tvisvar á ári til að rýja sauðfé garðsins og mun mæta nú á laugardaginn (21.mars) til verksins.  Þá mun hann taka snoðið en það er reyfið kallað þegar það er ekki orðið fullvaxið en síðast var rúið í desember.  Guðmundur er hafsjór af fróðleik þegar kemur að rúningi og ætti því engin að vera svikin af því að fylgjast með.  Hann byrjar að rýja kl. 13:00 og ætti að vera búinn að rýja allar skjáturnar klukkan 16:00.  

Tjaldið lokað

Tjaldið sem hýsir Vísindaveröldina og sjávardýrasafnið hefur verið lokað undanfarið og verður eitthvað áfram.   Ástæðan er bilun í sjólögn auk þess sem veðurfar að undanförnu hefur leikið tjaldið og búnað þess grátt.  

Sumarstörf

Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg næsta vor frá 6. til og með 30. mars 2015.   Hægt er að sækja um starf / störf í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í sumar einungis rafrænt á www.reykjavik.is/sumarstorf.  Þar er hægt að velja um að sækja um í eitt starf eða öll störf.     


Nánari upplýsingar gefa þau sem sjá um að velja fólk til sumarstarfa. Þau eru;

Veitingar (Veitingahús, sjoppa); nánari upplýsingar gefur Guðmundur Emil Jónsson deildarstjóri This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Móttökuhús (Símsvörun, miða- og minjagripasala); nánari upplýsingar gefur Bryndís Árnadóttir deildarstjóri This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .  

Húsdýragarður (Aðstoðardýrahirðar); nánari upplýsingar gefur Jón Gíslason yfirdýrahirðir This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Fjölskyldugarður (leiktækin); nánari upplýsingar gefur Þorkell Heiðarson sviðsstjóri, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Dýranámskeið (vísindaveröld og sumarnámskeið); nánari upplýsingar gefur Unnur Sigurþórsdóttir deildarstjóri, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Verkstæði (tæknimenn, húsverðir) nánari upplýsingar gefur Valdimar Guðlaugsson deildarstjóri, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .  

Sjá nánar eftirfarandi reglur.
Reglur og skilmálar vegna sumarstarfa  hjá Reykjavíkurborg 2015
1. Opið er fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg frá 6. mars til og með 30.mars.  
2. Markmiðið er að bjóða ungmennum, fæddum 1998 og eldri, almenn sumarstörf og afleysingastörf hjá stofnunum borgarinnar.
3. Ráðningatími er 4 - 12 vikur.  
4. Þau ungmenni sem lögheimili eiga í Reykjavík hafa forgang í störf hjá Reykjavíkurborg.
5. Umsókn um starf  jafngildir ekki ráðningarsamningi.
6. Byrjað verður að vinna með umsóknir eftir að umsóknarfrestur rennur út.
7. Sé sótt um eftir auglýstan umsóknartíma fer umsækjandi á biðlista.
8. Einungis er hægt að sækja um störf rafrænt á www.reykjavik.is/sumarstorf.
9. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að breyta reglum þessum án fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir:
Atvinnumáladeild, sími 4111111
Skrifstofu borgarstjóra og borgarritara
Höfðatorgi

Útrásarrefir

Tófuparið Frosti og Flandra eignuðust myndarlegan hóp yrðlinga sl. vor.  Þeir dvöldu ásamt foreldrum sínum á óðali þeirra í refagirðingu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í sumar. Þegar hausta tekur er vaninn að yrðlingar yfirgefi óðöl foreldra sinna og finni sér sín eigin.  Yrðlingahópurinn fékk örlitla hjálp í leit sinni að nýjum óðölum og dvelja nú í dýragörðum í Noregi og Svíþjóð.  Þetta er í fyrsta sinn sem starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins sendir dýr til dvalar í öðrum dýragörðum en slíkt er alvanalegt milli dýragarða erlendis.  Áður en þau fóru utan gengust þau undir dýralæknisskoðun og fengu bólusetningar. 

Einn yrðlinganna fór í dýragarðinn í Kristiansand í Noregi og fjórir til Järvzoo í Svíþjóð.  Tilgangur flutninga milli dýragarða er fyrst og fremst að tryggja fjölbreytni innan stofnsins og fullvíst þykir að hinar brottfluttu tófur eigi sér enga blóðskylda ættingja í þessum görðum. Í Skandinavíu eiga tófur mjög undir högg að sækja.  Til dæmis er talið að í Noregi finnist aðeins um 50 dýr og er tófur þar alfriðaðar.  Ástæða fyrir þessari hnignun stofnsins er að leita í ýmsum þáttum og má þar til dæmis nefna aukna útbreiðslu rauðrefs og ágang á búsvæði tófunnar.  Fyrir í þessum görðum eru tófur af skandínavíska stofninum og vonast menn þar til þess að þeim muni lítast vel á nýbúana. 

Ein tegund refa lifir á Íslandi en sú tegund hefur mörg íslensk heiti en einna algengast er að tala um tófur, fjallrefi eða heimskautarefi.  Tófan settist að á Íslandi fyrir um 10 þúsund árum síðan eða í lok síðustu ísaldar.  Tegundina má finna allt í kringum Norðurheimskautið en útbreiðsla hennar takmarkast við svæði norðan barr- og birkiskógabeltisns.  Tvö litaafbriðgði eru að finna innan tófunnar það er hið hvíta og mórauða.  Dýr af því hvíta eru hvít að vetri en dökkmógrá á baki og niður með síðum en ljósgrá á kvið og innan á útlimum að sumri.  Dýr af mórauða litaafbrigðinu eru flest dökkbrún allt árið þó liturinn sé heldur ljósari á veturna en á sumrin. 

Þeir sem vilja sjá meira af ævintýrum steggsins sem býr nú í Kristiansand og fengið hefur nafnið Keli geta séð frétt norska ríkissjónvarpsins hér http://www.nrk.no/sorlandet/fjellrev-ute-av-karantene-1.12155798

Um helgina

Opið frá kl. 10-17 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 16:30. Leiktæki eru almennt lokuð en opið verður í hringekju og lest eftir því sem veður og færð leyfir um helgar.   

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er komin í vetrargírinn og flest leiktæki eru því lokuð. Um helgar er þó hægt að fara á hestbak (kostar 1 miða) frá kl. 14 til 14:30 og í hringekju (kostar 1 miða) og lest (kostar 1 miða) meðan veður og færð leyfir.

Skemmtimiðar 
1 miði 300 kr
10 miðar 2.400 kr
20 miðar 4.500 kr

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 600 kr
13 ára og eldri - 800kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.300 kr
Fjölskylduárskort - 18.100 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Opnunartími Kaffihúss

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30