Mánudagurinn 22. desember

Jólasnyrting á sauðfé og nautgripum í Laugardal

Mikið verður um að vera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum næstkomandi sunnudag (7. desember) en þá munu nautgripir og sauðfé frá sína árvissu jólasnyrtingu. Nautgripir, einn uxi og þrjár kýr, munu fá klaufsnyrtingu og sauðfé sinn rúning áður en tilhleypingar hefjast hjá þeim. Klaufsnyrtingin mun fara fram milli klukkan tólf og eitt við fjósið. Þá eru nautgripirnir hýfðir upp í sérstakan klaufsnyrtingabás þar sem klaufirnar eru slípaðar til í þeim tilgangi að bæta almenna líðan. Samkvæmt dönskum rannsóknum getur regluleg snyrting á klaufum aukið líðan nautgripa. Guðmundur Hallgrímsson rúnings- og klaufsnyrtir mun skýra vel frá atburðarrásinni og taka á móti spurningum.

Um klukkan eitt mun Guðmundur svo færa sig yfir í fjárhúsið og klippa þar sjö ær, þrjá gemlinga og einn hrút sem eru sauðfjárstofn garðsins. Á sama tíma mun handverksfólk frá Ullarselinu á Hvanneyri vinna spotta  úr ullinni jafnóðum fyrir gesti. Gera má ráð fyrir að verkið taki um þrjá tíma.   

Stekkjastaur upplýsir Surtlu um komu Guðmundar rúningsmeistara

Gjöf frá bænum Þúfnavöllum í Hörgárdal

Nýlega lögðu dýrahirðar Fjölskyldu-og húsdýragarðs land undir fót í þeim tilgangi að ná í nýjan geithafur. Leiðin lá alla leið úr Laugardalnum norður í Hörgárdal að bænum Þúfnavöllum. Bændur á Þúfnavöllum gáfu fallegan geithafur sem hefur fengið nafnið Djákni. Nafnið þykir viðeigandi þar sem sögusvið þjóðsögunnar kunnu um Djáknann á Myrka á er einmitt í Hörgárdal.

Huðnurnar sem bjuggu í geitastíunni tóku á móti Djákna sem nú er að venjast lífinu á mölinni. Fyrst til að byrja með deilir hann sérstíu með kollóttu huðnunni Lilju en geiturnar fara allar saman út á hverjum morgni meðan útihúsið þeirra er þrifið.

 

djakni23.jpg

Um helgina

Opið frá kl. 10-17 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 16:30. Leiktæki eru almennt lokuð en opið verður í hringekju og lest eftir því sem veður og færð leyfir um helgar.   

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er komin í vetrargírinn og flest leiktæki eru því lokuð. Um helgar er þó hægt að fara á hestbak (kostar 1 miða) frá kl. 14 til 14:30 og í hringekju (kostar 1 miða) og lest (kostar 1 miða) meðan veður og færð leyfir.

Skemmtimiðar 
1 miði 270 kr
10 miðar 2.300 kr
20 miðar 4.300 kr

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 550 kr
13 ára og eldri - 750 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.000 kr
Fjölskylduárskort - 17.500 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Opnunartími Kaffihúss

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30