Laugardagurinn 29. ágúst

Vetraropnun

Næstkomandi mánudag (24.ágúst) breytist opnunartími garðsins frá því að opið sé frá 10-18 alla daga í að opið verður 10-17 alla daga og tækjum verður lokað. Tækin verða hins vegar í gangi síðustu helgina í ágúst (29. og 30.ágúst) og fyrstu helgina í september (5.og 6.sept) eftir það verða þau flest sett í vetrardvala. Starfsemi garðsins breytist aðeins á veturnar en þá er kjörið að koma og heimsækja dýrin og nýta Fjölskyldugarðinn til útivistar. 

 

 

Frá Mývatni til Vatnsmýrar

Fyrr í sumar kom sending af andaeggjum úr Mývatnssveit í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.  Ástæðan er verkefni í samstarfi við Reykjavíkurborg sem lýtur að því að fjölga andategundum á ný í Vatnsmýrinni. Eggin voru sett í útungunarvél í garðinum og úr eggjunum skriðu átta ungar.  Sjö þeirra fluttust á dögunum í Vatnsmýrina en einn ungi sem hefur verið kallaður "Ninja" unginn meðal starfsmanna sýndi ótrúlega færni í feluleik og lék á starfsmenn í hvívetna svo hann mátti dvelja aðeins lengur í garðinum.  Hann hefur nú verið fangaður og hittir félaga sína um fjögur leytið í dag fimmtudag í nýjum heimkynnum.  Ungunum sem eru sjö gargendur og ein rauðhöfðaönd var sleppt í litla girðingu við tjörnina til að byrja með og þar verða þeir fóðraðir meðan þarf.  Vonir eru bundnar við að þeir spjari sig og læri vel á lífið og tilveruna, finni sér maka og haldi tryggð við Vatnsmýrina. 

 

Hnakkurinn Seifur í FHG

Eins og áður hefur verið sagt frá fékk FHG veglega gjöf frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri. Hnakkurinn Seifur var afhendur og strax prófaður af hressum krökkum frá frístundaheimilinu Guluhlíð. Hér á eftir fylgja nokkrar myndir af þessum skemmtilega viðburði.  

    

Vegleg gjöf frá heilbrigðistæknifyrirtækinu Össuri til FHG

Fjölskyldu –og húsdýragarðurinn er afar vinsæll afþreyingastaður fyrir börn og ekki hvað síst fyrir börn með sérþarfir. Hestarnir eru á meðal þeirra dýra sem eru hvað mest eftirsóknarverð og frá því að garðurinn var opnaður árið 1991, hefur börnum gefist kostur á að fara á hestbak. Hingað til hefur ekki verið mögulegt að bjóða börnum á hestbak sem eiga við mikla hreyfihömlun að stríða. Vakning hefur orðið í þessum málum og stendur vilji starfsmanna FHG til þess að bæta aðgengi fatlaðra barna og gera þeim kleift að njóta garðsins á sama hátt og önnur börn. 

Hallveig Guðmundsdóttir dýrahirðir hafði fyrir nokkrum misserum frumkvæði að leita til heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar hf með von um samstarf enda hafa þau þar á bæ góða þekkingu til þessa málaflokks. Skemmst er frá því að segja að gengið var að samstarfinu og eru tveir hnakkar af gerðinni Seifur sem er sérsmíðaður fyrir börn með sérþarfir væntanlegir í garðinn.  Hnakkarnir eru smíðaðir af Brynjólfi Guðmundssyni söðlasmiði í Hlöðutúni í Stafholtstungum.  Á morgunn þriðjudag (18.ágúst) kl. 11:00 fær Hallveig fyrir hönd garðsins hnakkana afhenda.  Seifur verður strax prufukeyrður af nokkrum börnum frá Íþróttasambandi fatlaðra sem hafa í sumar sótt hestanámskeið.  

Kettirnir Grágoggur og Fiðla

Í töluvert langan tíma hafa kettir verið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hlutverk þeirra hefur verið tvíþætt: að sýna sig og knúsa gesti en aðallega hafa þær verið besta lausnin til að halda niðri músagangi sem óhjákvæmilega fyrir dýrahaldi. Kisurnar hafa langflestar komið frá Kattholti, Kattavinafélagi Íslands. Kisurnar sem búa í garðinum hafa aðgang að húsnæði þar sem þær fá að éta, drekka og hvíla sig jafnt frá músaveiðum og gestum.

Í sumar fluttu læðan Fiðla og högninn Grágoggur frá Kattholti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Fyrir var að störfum læðan Lafði Tabby en þó hún hafi verið öll að vilja gerð þá þurfti hún samstarfsfélaga. Grágoggur og Fiðla héldu sig til hlés fyrst um sinn en eru nú öll að sækja í sig veðrir og sinna músaveiðum af stakri snilld. Fiðla og Grágoggur mynduðu vinatengsl á fyrstu dögunum sínum á nýju heimili og nú éta þau, kúra og vinna oftast saman. 

       

Vinsamlegast ATH - Please note

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er ekki leyfð innan garðsins.

Lásar eru ekki seldir í garðinum og engin geymsluaðstaða fyrir hlaupahjól og annað.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

No locks are sold in the park and there is no storage space for scooters.

Skemmtimiðar

Síðasta opnunarhelgi Fjölskyldugarðsins er 5.-6. september.
Öll tæki opin þá helgi og 50% afsláttur af dagpössum!

Skemmtimiðar 
1 miði 300 kr
10 miðar 2.400 kr
20 miðar 4.500 kr
Tækjapassi 2.080 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði tækjapassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 600 kr
13 ára og eldri - 800kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri
ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.300 kr
Fjölskylduárskort - 18.100 kr
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.300 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (24.08 til 31.05)

Sumar:10-18 (01.06 til 23.08) 

Opnunartími Kaffihúss sumar:

Virkir dagar: 10-17:30

Helgar: 10-17:30