Sunnudagurinn 1. mars

Útrásarrefir

Tófuparið Frosti og Flandra eignuðust myndarlegan hóp yrðlinga sl. vor.  Þeir dvöldu ásamt foreldrum sínum á óðali þeirra í refagirðingu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í sumar. Þegar hausta tekur er vaninn að yrðlingar yfirgefi óðöl foreldra sinna og finni sér sín eigin.  Yrðlingahópurinn fékk örlitla hjálp í leit sinni að nýjum óðölum og dvelja nú í dýragörðum í Noregi og Svíþjóð.  Þetta er í fyrsta sinn sem starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins sendir dýr til dvalar í öðrum dýragörðum en slíkt er alvanalegt milli dýragarða erlendis.  Áður en þau fóru utan gengust þau undir dýralæknisskoðun og fengu bólusetningar. 

Einn yrðlinganna fór í dýragarðinn í Kristiansand í Noregi og fjórir til Järvzoo í Svíþjóð.  Tilgangur flutninga milli dýragarða er fyrst og fremst að tryggja fjölbreytni innan stofnsins og fullvíst þykir að hinar brottfluttu tófur eigi sér enga blóðskylda ættingja í þessum görðum. Í Skandinavíu eiga tófur mjög undir högg að sækja.  Til dæmis er talið að í Noregi finnist aðeins um 50 dýr og er tófur þar alfriðaðar.  Ástæða fyrir þessari hnignun stofnsins er að leita í ýmsum þáttum og má þar til dæmis nefna aukna útbreiðslu rauðrefs og ágang á búsvæði tófunnar.  Fyrir í þessum görðum eru tófur af skandínavíska stofninum og vonast menn þar til þess að þeim muni lítast vel á nýbúana. 

Ein tegund refa lifir á Íslandi en sú tegund hefur mörg íslensk heiti en einna algengast er að tala um tófur, fjallrefi eða heimskautarefi.  Tófan settist að á Íslandi fyrir um 10 þúsund árum síðan eða í lok síðustu ísaldar.  Tegundina má finna allt í kringum Norðurheimskautið en útbreiðsla hennar takmarkast við svæði norðan barr- og birkiskógabeltisns.  Tvö litaafbriðgði eru að finna innan tófunnar það er hið hvíta og mórauða.  Dýr af því hvíta eru hvít að vetri en dökkmógrá á baki og niður með síðum en ljósgrá á kvið og innan á útlimum að sumri.  Dýr af mórauða litaafbrigðinu eru flest dökkbrún allt árið þó liturinn sé heldur ljósari á veturna en á sumrin. 

Þeir sem vilja sjá meira af ævintýrum steggsins sem býr nú í Kristiansand og fengið hefur nafnið Keli geta séð frétt norska ríkissjónvarpsins hér http://www.nrk.no/sorlandet/fjellrev-ute-av-karantene-1.12155798

Vinamorgnar fyrir árskortshafa.

Árskortshöfum (sem eiga árskort í gildi) er nú boðið að taka þátt í morgunverkum með dýrahirðum garðsins á næstunni en slíkir morgnar hafa verið kallaðir vinamorgnar. Panta þarf fyrirfram á morgnana og vegna fjöldatakmarkana er árskortshöfum ekki leyft að taka með gesti.  Tímaóskir þurfa að berast á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. þaðan sem fyrirspurnum verður svarað í tímaröð.  Látið fylgja með árskortsnúmer (ath. að árskortið þarf að vera í gildi) og fjölda þátttakenda, barna og fullorðinna. Takið fram hvaða dagur hentar ykkur best og ef til vill einn til vara – sjá dagsetningar neðar. 

Dagskráin verður á þá leið að árskortshafar mæta klukkan 08:30 og nauðsynlegt er að mæta stundvíslega því hliðið verður opnað sérstaklega og lokað jafnóðum og verkin hefjast. Verkum verður sinnt í fjárhúsi, hesthúsi, fjósi, svínastíu, hreindýrahúsi og loðdýrahúsi. Dýrunum verður hleypt út og eftir það verður hafist handa við þrif, skítmokstur og gjafir en verkunum lýkur um klukkan 10.

Eftir þrif, mokstur og gjafir í útihúsunum fá árskortshafar að aðstoða dýrahirða við fóðrun villtu dýranna. Fyrst verður hreindýrunum gefið klukkan 10:30, þá selunum klukkan 11:00 og refum og minkum klukkan 11:30.

Takmarka þarf fjölda þátttakenda í hvern morgunn og því er nauðsynlegt að skrá þátttöku fyrirfram. Miðað er við að börnin fái að njóta sín við verkin og komast 18 börn að á hverjum morgni. Foreldrar /forráðamenn skulu koma með börnum sínum og fylgjast með og aðstoða ef þurfa þykir. Vinamorgnarnir verða í boði eftirfarandi laugardaga og sunnudaga -  7., 8., 14., 15., 21., 22.og 28.febrúar og 1., 7., 8., 14. og 15.mars.     

Um helgina

Opið frá kl. 10-17 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 16:30. Leiktæki eru almennt lokuð en opið verður í hringekju og lest eftir því sem veður og færð leyfir um helgar.   

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er komin í vetrargírinn og flest leiktæki eru því lokuð. Um helgar er þó hægt að fara á hestbak (kostar 1 miða) frá kl. 14 til 14:30 og í hringekju (kostar 1 miða) og lest (kostar 1 miða) meðan veður og færð leyfir.

Skemmtimiðar 
1 miði 300 kr
10 miðar 2.400 kr
20 miðar 4.500 kr

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 600 kr
13 ára og eldri - 800kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.300 kr
Fjölskylduárskort - 18.100 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Opnunartími Kaffihúss

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30