Miðvikudagurinn 20. ágúst

Sumarkiðlingur

Huðnan Fjóla bar myndarlegum kiðlingi síðastliðinn laugardag (9. ágúst).  Kiðlingurinn sem er huðna hefur fengið nafnið Freyja og er gráflekkótt eins og móðirin.  Eitthvað hefur gengið hæglega hjá Fjólu að festa fang sl. vetur því aðrar huðnur garðsins báru í apríl. Frjálsar ástir ríkja í geitastíunni ólíkt því sem gerist handan gangsins hjá sauðfénu.  Hrútnum er nefnilega haldið frá ánum frá því síðla haust og fram í desember þegar að því kemur að hann skuli sinna þeim.  Hafurinn fær aftur á móti að ganga með huðnunum allt árið sem skýrir það að þær eru yfirleitt fyrri til að bera en ærnar.  Meðgöngutími áa og huðna er svipaður eða rúmlega 5 mánuðir.  

Fjola_og_Freyja.jpg

Leik- og grunnskólar skólaárið 2014 til 2015

Fyrstur kemur fyrstur fær! 
 
Í fréttunum hér fyrir neðan má sjá þau námskeið sem við bjóðum upp á á komandi skólaári fyrir leik- og grunnskólanemendur. 
 
Námsframboð í FHG er ekki ótakmarkað og því má búast við að færri komist að en vilja á sum námskeið. Eins og gefur að skilja þarfnast námskeiðin mismunandi aðstöðu. Tíðni námskeiða og fjöldi þátttakenda takmarkast m.a. af aðstöðu hjá dýrunum, af fjölda dýra og hversu oft raunhæft er að sinna dýrunum og handfjatla þau. 
Starfsfólk fræðsludeildar FHG tekur á móti pöntunum og sýnir reynsla undanfarinna ára að öruggast er að panta tímanlega. 
Ef kennari sér fram á að geta ekki nýtt sér námskeið vegna fjölda nemenda, aðgengis o.s.frv. hvetjum við viðkomandi til þess að hafa samband, ræða málin og við reynum að finna lausn.
 
Sláið á þráðinn í síma 411-5900 eða sendið tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  
 

Um helgina

Opið frá klukkan 10-17 og Kaffihúsið er opið frá klukkan 10 til 16:30.  

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Greiða þarf 1-2 skemmtimiða í 8 af leiktækjum garðsins.

Skemmtimiðar 
1 miði 270 kr
10 miðar 2.300 kr
20 miðar 4.300 kr
Dagpassi* 2.000 kr

* Aðgangseyrir ekki innifalinn

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 550 kr
13 ára og eldri - 750 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.000 kr
Fjölskylduárskort - 17.500 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Kaffihúsinu er lokað hálftíma fyrir lokun garðsins.