Fimmtudagurinn 2. október

Smalað í Þerney 2014

Dýrahirðar ásamt öðru starfsfólki FHG og fríðu föruneyti samalaði sauð- og geitfé sem dvalið hefur í sumarfríi í eynni Þerney part úr sumri. Smölunin gekk vel og greiðlega gekk að koma fólki og fjórfætlingum upp á fast land þá aðeins hafi gefið á bátinn. Myndir segja oft meira en þúsund orð en Helga Björnsdóttir var stödd með í ferðinni og tók skemmtilega myndir.
 
 
 
 
therney9 2
therney4 2
therney7 2
therney6 2
therney3 2
therney8 2
 

íslenskt hunang og sultur um helgina

Uppskeruhátíð býflugnabænda verður haldin í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins laugardaginn 6. september milli kl 14.00 og 16.00.  Býflugnabændur kynna býflugnarækt og koma með sýnishorn af uppskeru sumarsins.  Þeir munu gefa gestum að smakka eigin framleiðslu af hunangi sem verður slengt beint úr búinu á staðnum.  Einnig verður takmarkað magn af íslensku hunangi til sölu.  Þá verður ýmis búnaður tengdur býflugnarækt sýndur.

Kvenfélag Grímsneshrepps verður með sultukynningu á sama tíma.  Berjaspretta hefur verið misgóð eftir landshlutum þetta árið en vonandi að allir hafi fengið sitt og húsmæður og –feður geta því leitað upplýsinga í raðir félaga í Kvenfélaginu til að nýta berin.  Húsfreyjan tímarit Kvenfélagasambands Íslands mun liggja frammi. 

Þá er þetta síðasta helgin sem öll leiktækin eru opin í ár.  Vetraropnunartími hefur tekið gildi og verður opið alla daga kl: 10-17 í allan vetur. Tilboð verður á dagössum helgina 6. og 7. september, 1000 krónur stykkið í stað 2000 króna. 

byflugur

Um helgina

Opið frá kl. 10-17 og Kaffihúsið frá kl. 10 til 16:30. Leiktæki eru almennt lokuð en opið verður í hringekju og lest eftir því sem veður og færð leyfir um helgar.   

 

Taekjahringur

Skemmtimiðar

Garðurinn er komin í vetrargírinn og flest leiktæki eru því lokuð. Um helgar er þó hægt að fara á hestbak (kostar 1 miða) frá kl. 14 til 14:30 og í hringekju (kostar 1 miða) og lest (kostar 1 miða) meðan veður og færð leyfir.

Skemmtimiðar 
1 miði 270 kr
10 miðar 2.300 kr
20 miðar 4.300 kr

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 550 kr
13 ára og eldri - 750 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Einstaklingsárskort - 9.000 kr
Fjölskylduárskort - 17.500 kr
 

Afgreiðslutími

Opið alla daga ársins.

Vetur:10-17 (18.08 til 30.05)

Sumar:10-18 (31.05 til 17.08) 

Opnunartími Kaffihúss

Virkir dagar: 11-16:30

Helgar: 10-16:30