Mánudagurinn 16. janúar

Þrettándagleði

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamalt

Í dag er síðasti dagur jóla og eins og segir í vísum Jóhannesar úr Kötlum fara síðustu jólasveinarnir þá heim og taka jólaköttin sem dvalið hefur hér í garðinum með sér.

Þrettándanóttin hefur verið talin til magnaðra nátta þar sem opið er á milli heima og okkur fólkinu hefur stundum verið gefið tækifæri til að sjá og heyra ýmislegt sem okkur venjulega er hulið. Sagt hefur verið að nautgripir geti talað mannamál, selir kasti hömum og álfar og huldufólk sé á kreiki. Jafnframt hefur tækifærið verið nýtt og síðustu og sumir vilja meina leiðinlegustu flugeldunum verið skotið á loft enda óheimilt að skjóta upp flugeldum eftir þann tíma.

Flestu dýrum er alls ekki vel við ljósin og lætin sem fylgja flugeldum. Um leið og við starfsfólk FHG vonum að allir skemmti sér vel í kvöld minnum við á að allir ættu að sýna tillitssemi við dýrin og skjóta ekki meira upp fyrr en 28.desember þegar leyfilegt er að gera slíkt að nýju.     

Gleðileg jól

Kæru vinir tvífættir, fjórfættir og margfættir
Okkar bestu óskir um gleðileg jól
Starfsfólk Fjölskyldu- og húsdýragarðsins
 
Turn

Opnunartími um jól og áramót.

Hefðbundinn opnunartími frá kl. 10 til 17 nema á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag því þá er opið frá kl. 10 til 12 en lokað í Kaffihúsi og Minjagripaverslun / miðasölu. 
Gleðileg jól.

Sauðfé rúið

Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verður rúið sunnudaginn 11.desember og hefst rúningur kl. 13:00. Jón bóndi í Mófellsstaðakoti í Skorradal mun rýja og með í för verður Guðmundur Hallgrímsson sem hefur rúið þó nokkrar skjátur um ævina og hefur frá mörgu að segja. Einnig verður föruneyti frá Ullarselinu á Hvanneyri sem munu spinna ullina jafnóðum.

Jólakötturinn í FHG

Jólakötturinn hefur boðað komu sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á aðventunni og er væntanlegur þann 21.nóvember og dvelst þar fram að jólum.  Hann verður með svipuðu sniði og undanfarin ár þar sem honum verður komið fyrir á þann hátt að gestum okkar standi ekki ógn af honum.  Einhver læti fylgja þó óargadýrinu og gott getur verið að undirbúa unga gesti fyrir komuna með sögum af kisa. Kennurum og forráðamönnum er vinsamlega bent á að "kötturinn" höfðar best til krakka á leikskólaaldri og allra yngstu nemenda í grunnskólum.  Starfsfólk FHG biður eldri krakka að sýna þeim yngri tillitssemi.  

Garðurinn er opinn frá kl. 10 til 17 og líkt og aðra daga er ókeypis inn fyrir leikskóla- og grunnskólanemendur í Reykjavík ásamt kennurum sínum.  Ekki þarf að panta sérstaklega í heimsókn til Jólakattarins en á síðasta ári tók hann á móti ríflega 2000 nemendum á aðventunni.  Önnur dýr verða í jólaskapi og hreindýr fá jólamosann sinn daglega kl. 10:30, selirnir fá að éta kl. 11:00 og refir kl. 11:30. 

Hægt er að panta hressingu hjá Gumma í Kaffihúsinu sem er í óðaönn að baka uppáhaldssmákökur Stúfs sem í boði verður að skola niður með heitu kakói.  Gummi tekur á móti pöntunum fyrir hópa í síma 411-5900 eftir kl. 10 virka daga.  Kostnaður er 400 krónur á mann.  Nauðsynlegt er að panta fyrirfram.  

Athugið

Ekki er leyfilegt að koma með gæludýr inn í garðinn.

Öll umferð hjóla, hlaupahjóla, skauta, hjólabretta og annarra slíkra farartækja er óheimil innan garðsins.

Pets are not allowed in the park.

Bicycles, scooters, skates, skateboards and other such vehicles are not allowed inside the park.

Skemmtimiðar

Skemmtimiðar 

1 miði 320 kr
10 miðar 2.550 kr
20 miðar 4.750 kr
Dagpassi 2.200 kr*

*Aðgangseyrir er ekki innifalinn í verði dagpassa.

Aðgangseyrir

Börn 0-4 ára - frítt
Börn 5-12 ára - 650 kr
13 ára og eldri - 860 kr
Öryrkjar - frítt
Ellilífeyrisþegar - frítt
 
Veittur er 10% afsláttur af aðgangseyri ef greitt er fyrir 10 eða fleiri í einu.
 
Einstaklingsárskort - 9.800 kr
Fjölskylduárskort - 19.200 kr
 
Plús* á Fjölskylduárskort - 9.800 kr hver plús 
*(Plús - bjóddu hverjum sem er með í garðinn)

Opnunartími

Opið er alla daga frá 10-17

 

Opnunartími Kaffihúss:

Virkir dagar: 10-16:30

Helgar: 10-16:30