
Ljósadýrð og ljúfir tónar helgina 13. og 14. desember
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leikur ljúfa tóna í Jóladalnum 13.og 14 desember.

Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts leikur ljúfa tóna í Jóladalnum 13.og 14 desember.

Við viljum endilega bjóða þér að segja þína skoðun.

Skólahljómsveit Grafarvogs spilar sunnudaginn 7.desember. Föndurstund og hringekja frá kl. 16 til 20.

Sauðfé verður rúið laugardaginn 29.nóvember. Fróðlegt og spennandi í upphafi aðventu í Jóladalnum.
Fræðsludeild hefur verið starfandi innan garðsins frá opnun hans. Í boði eru námskeið fyrir leik- og grunnskóla sem ýmist fara fram í leiðsagnarformi eða nemendur fá að upplifa á eigin skinni. Við viljum gjarnan að kennarar taki þátt í heimsókninni og séu starfsmönnum garðsins innan handar. Þá hvetjum við kennara til að undirbúa heimsóknina vel þannig að upplifunin af vettvangsferðinni nýtist þeim sem best í skólastarfinu.
Laugardalurinn er dýrmætt svæði í augum borgarbúa. Undanfarna áratugi hefur verið byggð upp margvísleg aðstaða þar fyrir fólk að verja tíma sínum til íþróttaiðkunnar, leikja, útivistar og fræðslu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn setur svip sinn á dalinn og hefur notið síaukinna vinsælda.
Aðgangseyrir
Lýsing
Verð (ISK)
Aðgangur börn 0-5 ára
Frítt
Aðgangur börn 6-12 ára
1.170
Aðgangur 13 ára og eldri
1.700
Elli- og örorkulífeyrisþegar
*gegn framvísun skírteinis
Frítt*
Skilmálar árs- og skiptakorta
Árskortatilboð inniheldur einstaklingskort fyrir tvo fullorðna og fjögur börn undir 18 ára, hægt er að bæta við fleiri einstaklingum gegn gjaldi.
Með plús á árskorti getur þú boðið einum gesti með í garðinn við hverja komu, hægt er að kaupa fleiri en einn plús.
Skiptakort gilda ekki fyrir hópa.
Aðgangsplöst eru ekki innifalin í verði árs- og skiptakorta en sömu plöst (kort) eru notuð í sundlaugum Reykjavíkur, Ylströndinni og Borgarsögusafni. Vilji viðskiptavinur hafa árskort eða skiptakort í sund, Ylströndina og í garðinn á sama korti þarf einungis að greiða gjaldið fyrir aðgangsplastið einu sinni. Aðganginn að hverjum stað (sundlaug, Ylströndina og garðinn) þarf þó að greiða sérstaklega fyrir á þeim stöðum. Ef aðgangsplast týnist eða glatast þarf viðskiptavinur að kaupa nýtt.
Sjá skilmála ÍTR korta hér.
Árskort einstaklings
17.000
Árskortatilboð
33.950
Plús á árskort
17.000
10 skipta kort - Börn (6-12 ára)
9.300
10 skipta kort - Fullorðnir (13+ ára)
13.600
Aðgangsplast fyrir börn
Aðgangsplast fyrir fullorðna
585
975
Strætisvagnar sem stöðva næst garðinum eru vagnar númer 2, 5, 15 við gatnamót Vegmúla og Suðurlandsbrautar. Stöðin kallast Laugardalshöll.
Fjölskyldugarðurinn er í Laugardalnum og deilir bílastæði með Skautahöllinni. Bílastæðin þar eru ókeypis.
Það liggja reiðhjóla- og göngustígar að Laugardalnum úr öllum áttum. Hjólagrindur eru við innganginn.
Gestum er ekki heimilt að koma með gæludýr sín í garðinn að undanskildum skráðum hundum á miðvikudögum. Gestum er ekki leyfilegt að ferðast um garðinn á hjólum, hjólaskautum, hjólabrettum, hlaupahjólum og öðrum slíkum fararskjótum. Undaskilin eru 5 ára og yngri á hlaupa- og jafnvægishjólum.
Leiktæki sem þurfa mönnunar við eru lokuð á virkum dögum en einhver þeirra verða opin um helgar fram eftir hausti. Hvað tæki verða opin hverja helgi er tilkynnt í lok hverrar viku.